Banna þungunarrof eftir frjóvgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 18:47 Andstæðingur þungunarrofs með biblíu á lofti við Hæstarétt Bandaríkjanna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á ríkisþinginu í dag. Sjötíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með því en aðeins sex á móti. Einu undantekningarnar í frumvarpinu eru ef bjarga þarf lífi konu eða ef kona er með barni eftir nauðgun eða sifjaspell sem hefur verið tilkynnt til lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma og repúblikani, hefur gefið til kynna að hann ætli að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Hann hefur heitið því að gera Oklahoma að fjandsamlegasta ríki Bandaríkjanna fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi, að sögn New York Times. Nú þegar er þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Oklahoma en ríkið er eitt nokkurra sem fór að fordæmi Texas og bannaði þungunarrof eftir að hægt er að greina hjartslátt fósturs. Líkt og lögin í Texas eiga almennir borgarar að framfylgja nýju lögunum í Oklahoma. Þeim væri umbunað fyrir að höfða mál gegn þeim sem brjóta lögin. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði lögunum í Texas að taka gildi þrátt fyrir að þau stönguðust á við dómafordæmi vegna lagatæknilegra álitamála um þetta ákvæði þeirra. Önnur lög sem eiga að taka gildi í sumar gera þungunarrof refsivert að viðlögðu allt að tíu ára fangelsi með engum undantekningum fyrir nauðgun eða sifjaspell. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd flýtir nú í gegn nýjum og ströngum lögum um þungunarrof þar sem allt stefnir í að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þess verði afnuminn á næstu vikum. Meirihlutaálit Hæstaréttar Bandaríkjanna sem var lekið nýlega bendir til þess að íhaldssamir dómarar, skipaðir af repúblikönum, búi sig undir að snúa við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi um stjórnarskráin tryggi konum rétt til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á ríkisþinginu í dag. Sjötíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með því en aðeins sex á móti. Einu undantekningarnar í frumvarpinu eru ef bjarga þarf lífi konu eða ef kona er með barni eftir nauðgun eða sifjaspell sem hefur verið tilkynnt til lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma og repúblikani, hefur gefið til kynna að hann ætli að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Hann hefur heitið því að gera Oklahoma að fjandsamlegasta ríki Bandaríkjanna fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi, að sögn New York Times. Nú þegar er þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Oklahoma en ríkið er eitt nokkurra sem fór að fordæmi Texas og bannaði þungunarrof eftir að hægt er að greina hjartslátt fósturs. Líkt og lögin í Texas eiga almennir borgarar að framfylgja nýju lögunum í Oklahoma. Þeim væri umbunað fyrir að höfða mál gegn þeim sem brjóta lögin. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði lögunum í Texas að taka gildi þrátt fyrir að þau stönguðust á við dómafordæmi vegna lagatæknilegra álitamála um þetta ákvæði þeirra. Önnur lög sem eiga að taka gildi í sumar gera þungunarrof refsivert að viðlögðu allt að tíu ára fangelsi með engum undantekningum fyrir nauðgun eða sifjaspell. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd flýtir nú í gegn nýjum og ströngum lögum um þungunarrof þar sem allt stefnir í að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þess verði afnuminn á næstu vikum. Meirihlutaálit Hæstaréttar Bandaríkjanna sem var lekið nýlega bendir til þess að íhaldssamir dómarar, skipaðir af repúblikönum, búi sig undir að snúa við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi um stjórnarskráin tryggi konum rétt til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01