Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 20:00 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að um frekar nýstárlega hugmynd hafi verið að ræða. Vísir/Samsett Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp