Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 17:01 Mike Maignan var magnaður í vetur. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára. AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31