Ósakhæfur = eilífðar fangelsi? Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 16:01 Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun