Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn Atli Arason skrifar 25. maí 2022 19:31 Það fór ekkert framhjá Söndru Sigurðardóttur, markverði Vals. Vísir/Diego Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar. Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport Besta deild kvenna Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport
Besta deild kvenna Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira