Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron Atli Arason skrifar 25. maí 2022 23:30 Kylian Mbappé eftir undirskrift á samningi sínum sem gildir til ársins 2025. Getty Images Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir. Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira