Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 13:37 Börkur Patagoníugrátviðs. Hann vex afar hægt og getur orðið allt að 45 metra hár. Vísir/Getty Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess. Chile Vísindi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess.
Chile Vísindi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira