Marcelo kveður með viðeigandi hætti Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2022 12:33 Marcelo fagnar Meistaradeildartitlinum með fjölskyldu sinni á Stade de France í gær. Vísir/Getty Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo sem leikið með nýkrýndum sigurvegurum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla, Real Madrid í 15 ár, mun róa á önnur mið í sumar. Samningur Marcelo við Real Madrid rennur út um næstu mánaðamót og mun hann ekki framlengja dvölina í Madrídarborg. Á þeim 15 árum sem Marcelo hefur leikið fyrir Real Madrid hefur hann unnið 25 titla en Brasilíumaðurinn lyfti Meistaradeildarbikarnum í fimmta skipti á Stade de France í gærkvöldi. Thank you BERNABÉU! I love you all 😍 See you in Paris 💪🏾💜#M12pic.twitter.com/dV9n2frK7w — Marcelotwelve (@MarceloM12) Thank you BERNABÉU! I love you all 😍See you in Paris 💪🏾💜#M12 pic.twitter.com/dV9n2frK7w— Marcelotwelve (@MarceloM12) May 20, 2022 Marcelo, sem mun kveðja Real Madrid formlega á Santiago Bernabéu í dag, er sigursælasti leikmaður í sögu félagsins. „Það er með mikilli gleði í hjarta og þakklæti í garð stuðningsmanna Real Madrid sem ég kveð félagið á góðum nótum. Ég mun ávallt geyma minningarnar af þeim töfrandi stundum sem ég hef átt á Santiago Bernabéu," sagði Marcelo hrærður í París í gær. „Það er mikill heiður að vera fyrsti Brasilíumaðurinn til þess að lyfta Meistaradeildarbikarnum sem fyrirliði Real Madrid. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta. Þó svo að það sé erfitt að hugsa til þess að þetta hafi verið síðasti leikurinn í búningi Real Madrid er ég alsæll með það hvernig ég kveð félagið og sáttur við tíma minn þar," sagði þessi 34 ára gamli leikmaður enn fremur. Real Madrid hefur hins vegar að sögn Fabricio Romano ákveðið að framlengja samninga sína við miðvallarleikmennina Toni Kroos og Luka Modric en nokkur óvissa hefur verið um framtíð þessara dyggu þjóna liðsins undanfarið. Talið er að Real Madrid muni tilkynna um samninga sína við Þjóðverjann og Króatann í komandi viku þegar fagnaðarlátum vegna nýliðinnar leiktíðar linnir. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Samningur Marcelo við Real Madrid rennur út um næstu mánaðamót og mun hann ekki framlengja dvölina í Madrídarborg. Á þeim 15 árum sem Marcelo hefur leikið fyrir Real Madrid hefur hann unnið 25 titla en Brasilíumaðurinn lyfti Meistaradeildarbikarnum í fimmta skipti á Stade de France í gærkvöldi. Thank you BERNABÉU! I love you all 😍 See you in Paris 💪🏾💜#M12pic.twitter.com/dV9n2frK7w — Marcelotwelve (@MarceloM12) Thank you BERNABÉU! I love you all 😍See you in Paris 💪🏾💜#M12 pic.twitter.com/dV9n2frK7w— Marcelotwelve (@MarceloM12) May 20, 2022 Marcelo, sem mun kveðja Real Madrid formlega á Santiago Bernabéu í dag, er sigursælasti leikmaður í sögu félagsins. „Það er með mikilli gleði í hjarta og þakklæti í garð stuðningsmanna Real Madrid sem ég kveð félagið á góðum nótum. Ég mun ávallt geyma minningarnar af þeim töfrandi stundum sem ég hef átt á Santiago Bernabéu," sagði Marcelo hrærður í París í gær. „Það er mikill heiður að vera fyrsti Brasilíumaðurinn til þess að lyfta Meistaradeildarbikarnum sem fyrirliði Real Madrid. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta. Þó svo að það sé erfitt að hugsa til þess að þetta hafi verið síðasti leikurinn í búningi Real Madrid er ég alsæll með það hvernig ég kveð félagið og sáttur við tíma minn þar," sagði þessi 34 ára gamli leikmaður enn fremur. Real Madrid hefur hins vegar að sögn Fabricio Romano ákveðið að framlengja samninga sína við miðvallarleikmennina Toni Kroos og Luka Modric en nokkur óvissa hefur verið um framtíð þessara dyggu þjóna liðsins undanfarið. Talið er að Real Madrid muni tilkynna um samninga sína við Þjóðverjann og Króatann í komandi viku þegar fagnaðarlátum vegna nýliðinnar leiktíðar linnir.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira