Vélin var í stuttu innanlandsflugi sem átti aðeins að taka tuttugu mínútur en fimm mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma rofnaði allt samband við vélina.
Slæmt veður er á slysstað en björgunarstörf halda áfram á svæðinu. AP segir frá því að vélin hafi verið á leið frá Pokhara til Jomsom, en hrapað nærri Sanosware í Mustang-héraði.
Fjórir Indverjar, tveir Þjóðverjar og sextán Nepalar voru um borð í vélinni.
Flugslys eru nokkuð tíð í Nepal sökum erfiðra veðurskilyrða og hárra fjalla.