Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 16:33 Ragnar Þór Ingólfsson (t.v.), formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, telja að hugmyndir Simma Vill um jafnaðarkaup komist seint inn í kjarasamninga launafólks. Vísir Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira