Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2022 22:00 Arnar Hauksson er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Vísir/Egill Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“ Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“
Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira