Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2022 21:01 Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. Það er ekki oft sem landsmenn geta sólað sig á sundfötunum einum saman hér á landi án þess að það hreyfi vind. Það geta þó leikarar í sýningunni Sun and Sea sem fram fer í listasafni Reykjavíkur um helgina. Í síðustu viku greindum við frá því þegar erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið. Sandurinn er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir helgina. Fréttastofa leit við á lokaæfingu verksins sem er í senn myndlistarverk og samtímaópera. „Þetta verk hefur farið sigurför um heiminn og við erum ofsalega heppin að hafa þetta hér á Íslandi. Hvert sem verkið fer þá stendur fólk í löngum röðum til að komast að þannig þetta eru algjör forréttindi að hafa þetta verk hérna,“ sagði Kara Hergils, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Verkið vann til verðlaunar á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Verkið verður sýnt á milli klukkan 12 og 16 á laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem er svartur sandur á ströndinni þannig að verkið hefur sérstöðu hér.“ Ertu spennt að taka til? „Minna, en við leggjumst á eitt og klárum það.“ Baðströndin er flóðlýst.einar árnason Opnunarhátíð listahátíðar í Reykjavík fór fram í dag þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálmuðu um miðbæinn. Hollenskur leikhópur stóð að götuleikhúsinu en hópurinn hefur vakið athygli víða fyrir metnaðarfullar götusýningar. Götuleikhúsið fer aftur fram á morgun, klukkan tólf í Reykjanesbæ og klukkan 16 í Garðabæ. Listahátíð í Reykjavík Menning Reykjavík Myndlist Leikhús Söfn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Það er ekki oft sem landsmenn geta sólað sig á sundfötunum einum saman hér á landi án þess að það hreyfi vind. Það geta þó leikarar í sýningunni Sun and Sea sem fram fer í listasafni Reykjavíkur um helgina. Í síðustu viku greindum við frá því þegar erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið. Sandurinn er kominn á sinn stað og allt tilbúið fyrir helgina. Fréttastofa leit við á lokaæfingu verksins sem er í senn myndlistarverk og samtímaópera. „Þetta verk hefur farið sigurför um heiminn og við erum ofsalega heppin að hafa þetta hér á Íslandi. Hvert sem verkið fer þá stendur fólk í löngum röðum til að komast að þannig þetta eru algjör forréttindi að hafa þetta verk hérna,“ sagði Kara Hergils, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Verkið vann til verðlaunar á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Verkið verður sýnt á milli klukkan 12 og 16 á laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. „Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem er svartur sandur á ströndinni þannig að verkið hefur sérstöðu hér.“ Ertu spennt að taka til? „Minna, en við leggjumst á eitt og klárum það.“ Baðströndin er flóðlýst.einar árnason Opnunarhátíð listahátíðar í Reykjavík fór fram í dag þegar hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálmuðu um miðbæinn. Hollenskur leikhópur stóð að götuleikhúsinu en hópurinn hefur vakið athygli víða fyrir metnaðarfullar götusýningar. Götuleikhúsið fer aftur fram á morgun, klukkan tólf í Reykjanesbæ og klukkan 16 í Garðabæ.
Listahátíð í Reykjavík Menning Reykjavík Myndlist Leikhús Söfn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira