Ný „dönsk klukka“ loks komin upp í Skálholtskirkjuturn Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 12:56 Klukkurnar munu hljóma á ný á Skálholtshátíð sem fram fer í næsta mánuði. Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Mikið umstang var í Skálholti í gær þegar ný kirkjuklukka var hífð upp í Skálholtskirkjuturn. Nýja klukkan, sem steypt var í Hollandi, kemur í stað „dönsku klukkunnar“ í turninum sem brotnaði eftir að hafa fallið í gólfið í upphafi Skálholtshátíðar í júlí 2002. Sagt er frá framkvæmdinni í Skálholti í gær á vef Þjóðkirkjunnar. Var notast við stærðarinnar krana og var búið að rjúfa hluta af þaki suðurhluta turnsins til að klukkan, sem gefur tóninn H1, gæti sigið niður á hlað. Hafa þagað síðan í haust Í turninum hafa verið fimm klukkur en þær hafa þagað síðan í haust vegna framkvæmdanna í kirkjunni. Gömlu klukkurnar bíða þess að fá að hringja á ný.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson „Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norðurlandaþjóðanna kirkjuklukkur í Skálholt og studdu við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom í kirkjuna 1961. En dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík, og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gáfu klukkuna. Þeim fannst afleitt að ekki væri líka dönsk klukka í Skálholti með bræðra- og systralags klukkunum norrænu. Stærstu klukkurnar vega 700 kg og sú minnsta 500 kg. Það eru sænsku klukkurnar tvær sem eru stærstar og þyngstar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Gamla danska klukkan brotnaði á Skálholtshátíð 2002.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Brotnaði á Skálholtshátíð 2002 Danska klukkan sem brotaði á Skálholtshátíð 2002 hefur legið brotin í kirkjuturninum frá 2002. Það var Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem safnaði fyrir nýju klukkunni sem kostaði tvær milljónir króna og var steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen. Mestu munaði um framlag AP-Møller sjóðsins í Danmörku. „Á næstunni koma danskir starfsmenn Thomo klokkeservice til að setja klukkurnar upp og tengja mótora og fleira sem þarf að gera. Vélsmiðjan Óðinn sá um smíði á grind í kringum klukkuna. Nýja klukkan ásamt hinum mun hljóma á komandi Skálholtshátíð í júlí og verður það vígsluhringing hennar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskupinn Kristján Björnsson og starfsmenn Múrs og Máls áður en klukkan var hífð upp.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Sagt er frá framkvæmdinni í Skálholti í gær á vef Þjóðkirkjunnar. Var notast við stærðarinnar krana og var búið að rjúfa hluta af þaki suðurhluta turnsins til að klukkan, sem gefur tóninn H1, gæti sigið niður á hlað. Hafa þagað síðan í haust Í turninum hafa verið fimm klukkur en þær hafa þagað síðan í haust vegna framkvæmdanna í kirkjunni. Gömlu klukkurnar bíða þess að fá að hringja á ný.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson „Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norðurlandaþjóðanna kirkjuklukkur í Skálholt og studdu við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom í kirkjuna 1961. En dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík, og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gáfu klukkuna. Þeim fannst afleitt að ekki væri líka dönsk klukka í Skálholti með bræðra- og systralags klukkunum norrænu. Stærstu klukkurnar vega 700 kg og sú minnsta 500 kg. Það eru sænsku klukkurnar tvær sem eru stærstar og þyngstar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Gamla danska klukkan brotnaði á Skálholtshátíð 2002.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Brotnaði á Skálholtshátíð 2002 Danska klukkan sem brotaði á Skálholtshátíð 2002 hefur legið brotin í kirkjuturninum frá 2002. Það var Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem safnaði fyrir nýju klukkunni sem kostaði tvær milljónir króna og var steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen. Mestu munaði um framlag AP-Møller sjóðsins í Danmörku. „Á næstunni koma danskir starfsmenn Thomo klokkeservice til að setja klukkurnar upp og tengja mótora og fleira sem þarf að gera. Vélsmiðjan Óðinn sá um smíði á grind í kringum klukkuna. Nýja klukkan ásamt hinum mun hljóma á komandi Skálholtshátíð í júlí og verður það vígsluhringing hennar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskupinn Kristján Björnsson og starfsmenn Múrs og Máls áður en klukkan var hífð upp.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson
Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira