Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 08:09 Jón Ársæll Þórðarson var dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Aðsend Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34