Í þetta skiptið er það léttsöltuð langa, djúpsteikt í Stelludeigi með sætkartöflubátum og tartarsósu. Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan:
Langan
- 600 gr langa
- 200 ml vatn
- 40 gr salt
- 3 l djúpsteikingarolía
- Stellu deig
- 100 gr hveiti
- 130 gr hrísgrjónahveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- pipar
- 2 msk olía
- 330 ml Stella Artois
Sætkartöflubátar
- 400 gr sæt kartafla
- salt og pipar
- 2 msk olía
- 2 hvítlauksrif
- 4 greinar timjan
Tartarsósa
- 200 ml mayo
- 30 ml sýrður rjómi
- 50 gr súrar gúrkur
- 2 soðin egg
- dill eftir smekk
- 1 msk worchester
- 30 gr laukur
- safi úr hálfri sítrónu
- salt og pipar

Aðferð:
- Blandið vatni og salti saman. Skerið lönguna í þunna bita og leggið í pækilinn í 1 klst og látið standa við stofuhita. Þerrið fiskinn og kælið.
- Blandið Stellu deigið í hrærivél. Hitið olíu í potti í 165 gráður. Veltið fisknum upp úr hveiti, dýfið í deigið og leggið rólega í heita olíuna í pottinum. Steikið fiskinn í 3 - 6 mínútur. Fer eftir stærð bita. Leggið fiskinn á gatabakka eða á pappír svo að auka olía leki af.
- Skerið sætar kartöflur í báta, veltið upp úr olíu. Kryddið með söxuðum hvítlauk, salti, pipar og timjan. Bakið í ofni á 190 gráðum í 30 mín.
- Skerið egg í smáa bita, saxið gúrku, dill og lauk. Blandið öllu saman í tartarsósuna
Njótið!