Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 14:01 Lína Langsokkur og vinir hennar í myndinni um hetjuna knáu frá 1969. United Archives/Getty Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira