Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2022 18:00 Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld. Útlendingafrumvarp og leigubílafrumvarp ríkisstjórnarinnar verða ekki afgreidd fyrir þinglok. Allir stjórnarandstöðuflokkar nema Miðflokkur ættu að fá eitt þingmannamál afgreitt ef þinglokasamningar halda. Við förum yfir daginn á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en rammaáætlun er það mál sem einna mest mæðir á. Við ræðum við formann Náttúrugriða, náttúrusamtaka sem ásamt öðrum stóðu fyrir mótmælafundi á Austurvelli nú rétt fyrir fréttir, í beinni útsendingu. Þá segjum við frá því að mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, sem átti að klára í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum enga miðað við þá að reiðhjólum. Og vöruverð heldur áfram að rjúka upp á heimsvísu. Við fjöllum um 2,5 milljarða styrki til bænda sem matvælaráðherra boðaði í dag og hækkun á matarkörfunni, samkvæmt nýrri mælingu. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu fyrirtækisins að reyna að sporna við hækkunum til neytenda. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Grímuverðlaununum sem haldin verða í tuttugasta sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Og loks fjöllum við um mál læðunnar Nóru, sem ekkert bólar á eftir að hún slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur. Dýraþjónustan handsamaði Nóru eftir ítrekaðar kvartanir nágranna - án vitneskju eigenda hennar. Við ræðum við eiganda kisu og sýnum myndbönd úr öryggismyndavél, þar sem Nóra sést koma sér haganlega hjá vörnum nágranna og gera þarfir sínar í blómabeð. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Við förum yfir daginn á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en rammaáætlun er það mál sem einna mest mæðir á. Við ræðum við formann Náttúrugriða, náttúrusamtaka sem ásamt öðrum stóðu fyrir mótmælafundi á Austurvelli nú rétt fyrir fréttir, í beinni útsendingu. Þá segjum við frá því að mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, sem átti að klára í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum enga miðað við þá að reiðhjólum. Og vöruverð heldur áfram að rjúka upp á heimsvísu. Við fjöllum um 2,5 milljarða styrki til bænda sem matvælaráðherra boðaði í dag og hækkun á matarkörfunni, samkvæmt nýrri mælingu. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu fyrirtækisins að reyna að sporna við hækkunum til neytenda. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Grímuverðlaununum sem haldin verða í tuttugasta sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Og loks fjöllum við um mál læðunnar Nóru, sem ekkert bólar á eftir að hún slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur. Dýraþjónustan handsamaði Nóru eftir ítrekaðar kvartanir nágranna - án vitneskju eigenda hennar. Við ræðum við eiganda kisu og sýnum myndbönd úr öryggismyndavél, þar sem Nóra sést koma sér haganlega hjá vörnum nágranna og gera þarfir sínar í blómabeð.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira