Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Kjartan Kjartansson og Snorri Másson skrifa 14. júní 2022 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Stöð 2 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08