Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 23:52 Mute Bourup, forsætisráðherra Grænlands (t.v. sitjandi), Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur (f.m.) og Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada (t.h.), handsöluðu samkomulagið um Hanseyju í Ottawa í dag. AP/Justin Tang/ The Canadian Press Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri. Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri.
Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira