Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 07:02 Það gekk lítið upp hjá Man United á síðustu leiktíð. Bryn Lennon/Getty Images Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Á mánudag féllu hlutabréf í enska knattspyrnufélaginu Man United harkalega, þau hafa aldrei verið lægri síðan félagið var sett á hlutabréfamarkað. Heildarvirði félagsins féll um 1,3 milljarð punda eða rúmlega 206 milljarða íslenskra króna. Í október síðastliðnum náði félagið hámarki sínu í kauphöllinn þökk sé fínni byrjun á tímabilinu og endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Jók það verulega virði félagsins en sú gleði entist ekki lengi. Síðan þá hafa hlutabréf félagsins fallið um 47 prósent. United's value has dropped by over £1.3billion after shares fell to a record low on Monday.Net debt of nearly £500m and the Glazers amongst those who will receive a dividend payment next week #mufc https://t.co/fZKdsAxZnO— Rich Fay (@RichFay) June 14, 2022 Slæm fjárhagsstaða félagsins gæti haft áhrif á kaup og sölur leikmanna en Man United hefur ekki enn gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum á meðan samkeppnisaðilar þeirra versla mann og annan. Skuldir félagsins hafa að sama skapi hækkað um 11,8 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári og nema nú 495,7 milljónir punda eða tæplega 79 milljörðum íslenskra króna. Það stöðvar þó ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, að greiða sér út arð í næstu viku líkt og vani er tvisvar á ári. Fjölskyldumeðlimirnir eru sex talsins og fá vanalega tæplega 11 milljónir punda í sinn hlut. Það gerir 22 milljónir punda á ári sem hægt væri að nýta í uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt. Fótbolti Enski boltinn Kauphöllin Tengdar fréttir Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. 14. júní 2022 14:40 Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 12. júní 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. 11. júní 2022 11:01 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Á mánudag féllu hlutabréf í enska knattspyrnufélaginu Man United harkalega, þau hafa aldrei verið lægri síðan félagið var sett á hlutabréfamarkað. Heildarvirði félagsins féll um 1,3 milljarð punda eða rúmlega 206 milljarða íslenskra króna. Í október síðastliðnum náði félagið hámarki sínu í kauphöllinn þökk sé fínni byrjun á tímabilinu og endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Jók það verulega virði félagsins en sú gleði entist ekki lengi. Síðan þá hafa hlutabréf félagsins fallið um 47 prósent. United's value has dropped by over £1.3billion after shares fell to a record low on Monday.Net debt of nearly £500m and the Glazers amongst those who will receive a dividend payment next week #mufc https://t.co/fZKdsAxZnO— Rich Fay (@RichFay) June 14, 2022 Slæm fjárhagsstaða félagsins gæti haft áhrif á kaup og sölur leikmanna en Man United hefur ekki enn gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum á meðan samkeppnisaðilar þeirra versla mann og annan. Skuldir félagsins hafa að sama skapi hækkað um 11,8 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári og nema nú 495,7 milljónir punda eða tæplega 79 milljörðum íslenskra króna. Það stöðvar þó ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, að greiða sér út arð í næstu viku líkt og vani er tvisvar á ári. Fjölskyldumeðlimirnir eru sex talsins og fá vanalega tæplega 11 milljónir punda í sinn hlut. Það gerir 22 milljónir punda á ári sem hægt væri að nýta í uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt.
Fótbolti Enski boltinn Kauphöllin Tengdar fréttir Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. 14. júní 2022 14:40 Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 12. júní 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. 11. júní 2022 11:01 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. 14. júní 2022 14:40
Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 12. júní 2022 07:01
Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. 11. júní 2022 11:01