Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 13:48 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ráðningarsamning nýs bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur. Samsett mynd. Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31