Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 17:54 Byssumaðurinn skaut þrettán manns í og við stórverslunina Tops í Buffalo í New York 16. maí. Tíu létust. AP/Matt Rourke Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09