Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD“, segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. . Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum. Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Ríflega þrefalt meira hefur verið á ávísað af örvandi lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni hér á landi um árabil en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá hefur sala slíkra lyfja aukist um 170 prósent undanfarinn áratug Og enn jukust ávísanir á slíkum lyfjum milli 2020 og 2021 eða um fimmtung. Nú er svo komið að einn af hverjum tuttugu Íslendingum notar slík lyf. Samfara þessari þróun hefur orðið fjölgun í hópi þeirra sem hafa greinst með geðrof og örlyndi og jafnvel þurft að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans segir Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans. „Fólk er að koma inn með geðrofseinkenni sem við tengjum við að fólk hefur verið að fá þessi örvandi lyf við ADHD. Við höfum verið að sjá að þetta virðist vera að aukast töluvert,“ segir Halldóra. Halldóra segir að geðrof geti haft mikil áhrif á líf fólks „Fólk svona missir ákveðna stjórn á lífi sínu við það að fara í geðrof og við höfum séð marga sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeildir. Og því misst tímabundið úr starfi eða námi. En sem betur fer þá ná flestir sér en geta hins vegar ekki haldið áfram að taka lyfin,“ segir hún. Halldóra segir að vegna þessarar fjölgunar hafi verið ákveðið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við ADHD og geðrofa. „Sem snýst þá um að skoða geðrof og örlyndi og tengsl við örvandi ADHD- lyf,“ segir hún og býst við að niðurstöður verði birtar á næsta ári. Hún segir að ástæðan fyrir þessu geti verið að í ADHD- lyfjum sé dópamín og ef það verði of mikið hjá einstaklingi geti hann farið í geðrof eða örlyndi. Halldóra telur að það þurfi að skoða ávísanir slíkra lyfja. „Það er kannski hægt að skoða fleiri leiðir til að aðstoða fólk með ADHD en þessar lyfjagjafir með örvandi lyfjum. Þá eru líka til önnur lyf,“ segir Halldóra að lokum.
Landspítalinn Geðheilbrigði Lyf Heilsa Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira