Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 09:33 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í sendiráði Ekvador í London árið 2019. Þar hafði hann haldið til í sjö ár til að forðast handtöku og mögulegt framsal til Bandaríkjanna. AP/Alastair Grant Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Assange hafi tvær vikur til þess að áfrýja niðurstöðu ráðherrans, samkvæmt svari frá innanríkisráðuneytinu. Breskur dómari gaf í apríl grænt ljós á framsal Assange. Um var að ræða stórt, formlegt skref í langri deilu um framsal hans og það tekið í kjölfar þess að í mars var honum neitað að áfrýja úrskurði um að lagalega mætti framselja hann til Bandaríkjanna. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum Ekki framselja Assange (e. Don't Extradite Assange) að ákvörðun Patel sé mikil aðför að fjölmiðlafrelsi. „Hver sá landsmaður, sem annt er um tjáningarfrelsi, ætti að skammast sín innilega fyrir það að innanríkisráðherrann hafi staðfest framsal Julians Assange til Bandaríkjanna, landsins sem reyndi að ráða hann af dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði hann haldið til í sendiráðinu í sjö ár. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var leikið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin var uppfærð klukkan 10:10. Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. 20. apríl 2022 11:24 Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. 15. mars 2022 11:55 Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. 22. desember 2021 19:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Assange hafi tvær vikur til þess að áfrýja niðurstöðu ráðherrans, samkvæmt svari frá innanríkisráðuneytinu. Breskur dómari gaf í apríl grænt ljós á framsal Assange. Um var að ræða stórt, formlegt skref í langri deilu um framsal hans og það tekið í kjölfar þess að í mars var honum neitað að áfrýja úrskurði um að lagalega mætti framselja hann til Bandaríkjanna. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum Ekki framselja Assange (e. Don't Extradite Assange) að ákvörðun Patel sé mikil aðför að fjölmiðlafrelsi. „Hver sá landsmaður, sem annt er um tjáningarfrelsi, ætti að skammast sín innilega fyrir það að innanríkisráðherrann hafi staðfest framsal Julians Assange til Bandaríkjanna, landsins sem reyndi að ráða hann af dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði hann haldið til í sendiráðinu í sjö ár. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var leikið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin var uppfærð klukkan 10:10.
Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. 20. apríl 2022 11:24 Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. 15. mars 2022 11:55 Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. 22. desember 2021 19:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. 20. apríl 2022 11:24
Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. 15. mars 2022 11:55
Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. 22. desember 2021 19:20