Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 13:53 Rússneskt herskip sigldi inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Þetta er ekki fyrsta sinn sem rússnesk skip ggera það án leyfis en á myndinni má sjá staðsetningu rússnesks herskips á vefsíðunni Marine Traffic sem sigldi inn í danska landhelgi án leyfis í lok janúar 2021. Getty/Jens Büttner Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02