Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 13:53 Rússneskt herskip sigldi inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Þetta er ekki fyrsta sinn sem rússnesk skip ggera það án leyfis en á myndinni má sjá staðsetningu rússnesks herskips á vefsíðunni Marine Traffic sem sigldi inn í danska landhelgi án leyfis í lok janúar 2021. Getty/Jens Büttner Rússneskt herskip sigldi í tvígang inn í danska landhelgi í nótt og í morgun. Skipið var á siglingu í norðurhluta Eystrasaltsins nærri dönsku eyjunni Bornholm. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var fjöldi danskra þingmanna og athafnafólks á eyjunni vegna lýðræðishátíðar sem fer þar fram um helgina. Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Rússneska herskipið sigldi inn í landhelgi Danmerkur án leyfis klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og aftur nokkrum klukkustundum síðar. Þetta segir danski herinn í tilkynningu. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði við það sambandi. Dönsk yfirvöld segja atvikið „óásættanlega ögrun.“ „Einstaklega óábyrg, viðbjóðsleg og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur í tísti og vísaði þar til Lýðræðishátíðar Danmerkur. Hátíðin er haldin ár hvert og hátt settir embættismenn mæta á hana, þar á meðal Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Eineltistilburðir duga ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Kofod og bætti við að rússneski sendiherrann hafi verið boðaður til fundar vegna atviksins. Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvandEn dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdkBøllemetoder virker ikke mod DanmarkRussiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022 Morten Bodskov varnarmálaráðherra sagði að herskipið hafi ekki ógnað hátíðinni eða gestum hennar. „Við verðum bara að sætta okkur við það að Eystrasaltið verður svæði sem deilt verður um,“ sagði Bodskov og bætti því við að þetta er ekki fyrsta sinn sem Rússar fari inn fyrir landhelgi Danmerkur í leyfisleysi.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06 Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58 Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsir yfir stuðningi við aðild Úkraínu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Ákvörðun stjórnarinnar er stórt skref í baráttu Úkraínu fyrir aðild að sambandinu. 17. júní 2022 11:06
Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. 17. júní 2022 08:58
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02