Ný leikin mynd um Herkúles frá Disney Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 23:05 Málverk frá 18. öld af því þegar Herkúles var brenndur á báli á toppi Etnu. Spurning hvort það verði fjallað um þau endalok hans í nýjustu myndinni. Getty Guy Ritchie mun leikstýra nýrri leikinni mynd um Herkúles fyrir Disney sem á að byggja á söguþræði teiknimyndarinnar um gríska goðið frá 1997. Kvikmyndin verður framleidd af framleiðslufyrirtækinu AGBO sem er rekið af bræðrunum Joe og Anthony Russo, en þeir eru best þekktir fyrir að leikstýra Marvel-myndinni Avengers: Endgame. Samkvæmt miðlum vestanhafs leitar stúdíóið nú að handritshöfundum. Ritchie starfaði síðast fyrir Disney árið 2019 þegar hann leikstýrði myndinni Aladdin með Will Smith í aðalhlutverki. Söguþráður hennar var einnig byggður á Disney-teiknimynd frá tíunda áratugnum. Sú mynd skilaði meira en milljarði amerískra dollara í tekjur og vilja Disney væntanlega endurtaka leikinn nema í þetta skiptið með grískri hetju. Þessi nýja mynd mun bætast í hóp fjölmargra mynda um Herkúles en ýmsar stjörnur hafa leikið gríska goðið á hvíta tjaldinu, þar á meðal Arnold Schwarzenegger og Lou Ferrigno. Síðastur til að leika kappann var Dwayne Johnson sem lék hann árið 2014 en það árið komu út tvær leiknar myndir um kappann. Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Grikkland Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin verður framleidd af framleiðslufyrirtækinu AGBO sem er rekið af bræðrunum Joe og Anthony Russo, en þeir eru best þekktir fyrir að leikstýra Marvel-myndinni Avengers: Endgame. Samkvæmt miðlum vestanhafs leitar stúdíóið nú að handritshöfundum. Ritchie starfaði síðast fyrir Disney árið 2019 þegar hann leikstýrði myndinni Aladdin með Will Smith í aðalhlutverki. Söguþráður hennar var einnig byggður á Disney-teiknimynd frá tíunda áratugnum. Sú mynd skilaði meira en milljarði amerískra dollara í tekjur og vilja Disney væntanlega endurtaka leikinn nema í þetta skiptið með grískri hetju. Þessi nýja mynd mun bætast í hóp fjölmargra mynda um Herkúles en ýmsar stjörnur hafa leikið gríska goðið á hvíta tjaldinu, þar á meðal Arnold Schwarzenegger og Lou Ferrigno. Síðastur til að leika kappann var Dwayne Johnson sem lék hann árið 2014 en það árið komu út tvær leiknar myndir um kappann.
Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Grikkland Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira