Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 12:26 Köttur í Reykjavík sem tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum. Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira