Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 14:30 Börsungar vilja ólmir halda franska vængmanninn. David S. Bustamante/Getty Images Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira