Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2022 13:10 Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í haust. Vísir/Arnar Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“ Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“
Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52