Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 14:27 Hæstiréttur Íslands mun taka mál Sjóvar og hásetans fyrir. Vísir/Vilhelm Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira