Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 09:29 Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði. Bíllinn sem skotið var á sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira