Skólabyrjun seinkað í von um bættan svefn barna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júní 2022 10:43 Snædís Valsdóttir er skólastjóri Vogaskóla. Reykjavíkurborg Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum. Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum.
Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31