Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 21:01 Sjö sjúklingar á sextán manna deild á Landakoti hafa greinst smitaðir. Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira