Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 13:34 Laufey Sif Lárusdóttir er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01