Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 17:01 Getty/ Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a> Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31