Ellefu af sextán sagt sig úr flokknum síðan nýr formaður tók við Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2022 18:41 Kristian Thulesen Dahl er einn ellefu þingmanna sem hefur sagt sig úr þingflokki Danska þjóðarflokksins. EPA/Nils Meilvang Fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, hefur nú sagt sig úr þingflokk þeirra. Hann er ellefti þingmaður þeirra til að segja sig úr flokknum síðan Morten Messerschmidt tók við formannsembætti flokksins þann 23. janúar síðastliðinn. Messerschmidt hlaut sextíu prósent atkvæða í formannskosningum flokksins í janúar á þessu ári og yfirgáfu sex þingmenn flokkinn á fyrsta mánuði kjörtímabils hans. Boðað var til formannskjörs eftir að formaður flokksins til tíu ára, Kristian Thulesen Dahl, tilkynnti um afsögn sína. Dahl sagði sig úr flokknum í dag en hann tók þátt í því að stofna flokkinn á sínum tíma ásamt að gegna hlutverki formanns. Hann tilkynnti sjálfur um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Sálfræðilegt stríð hefur ríkt á milli Dahl og Messerschmidt síðustu vikur og að sögn Christine Cordsen, fréttaritara danska ríkissjónvarpsins á þinginu, fékk Dahl skýr skilaboð frá flokksmeðlimum að best væri að hann myndi yfirgefa þingflokkinn. Það eru ekki einungis þingmenn flokksins sem hafa ákveðið að víkja en einnig starfsmenn flokksins, þar á meðal ritarar, aðstoðarmenn og fleiri. Nú standa einungis fimm þingmenn eftir, en í hópi þeirra er annar fyrrverandi formaður flokksins, Pia Kjærsgaard. Talið er að einhverjir þeirra þingmanna sem hafa sagt sig úr Danska þjóðarflokknum muni ganga til liðs við Danmerkurdemókratana. Sá flokkur var stofnaður í síðustu viku af Inger Støjberg sem er fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Messerschmidt hlaut sextíu prósent atkvæða í formannskosningum flokksins í janúar á þessu ári og yfirgáfu sex þingmenn flokkinn á fyrsta mánuði kjörtímabils hans. Boðað var til formannskjörs eftir að formaður flokksins til tíu ára, Kristian Thulesen Dahl, tilkynnti um afsögn sína. Dahl sagði sig úr flokknum í dag en hann tók þátt í því að stofna flokkinn á sínum tíma ásamt að gegna hlutverki formanns. Hann tilkynnti sjálfur um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Sálfræðilegt stríð hefur ríkt á milli Dahl og Messerschmidt síðustu vikur og að sögn Christine Cordsen, fréttaritara danska ríkissjónvarpsins á þinginu, fékk Dahl skýr skilaboð frá flokksmeðlimum að best væri að hann myndi yfirgefa þingflokkinn. Það eru ekki einungis þingmenn flokksins sem hafa ákveðið að víkja en einnig starfsmenn flokksins, þar á meðal ritarar, aðstoðarmenn og fleiri. Nú standa einungis fimm þingmenn eftir, en í hópi þeirra er annar fyrrverandi formaður flokksins, Pia Kjærsgaard. Talið er að einhverjir þeirra þingmanna sem hafa sagt sig úr Danska þjóðarflokknum muni ganga til liðs við Danmerkurdemókratana. Sá flokkur var stofnaður í síðustu viku af Inger Støjberg sem er fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34
Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12