„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 12:33 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir rétt að þingmenn fylgi sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar. Vísir/Vilhelm Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala. Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala.
Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent