Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júlí 2022 07:01 Charlotte Biering, starfar sem Global Diversity and Inclusion Specialist hjá Marel segir að þótt margt sé jákvætt á Íslandi þurfi að huga að mörgu ef ætlunin er að tryggja fjölbreytileika og þátttöku allra. Til dæmis sé mikilvægt að sýna karlmönnum skilning og eins að skoða réttarkerfið. Vísir/Vilhelm „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. „Ég er til dæmis svo heppin að geta alltaf leitað til einhvers þegar eitthvað kemur upp. En mér finnst ég oft vera út undan. Þess vegna get ég fullyrt að fólk sem er ekki héðan, þarf að kljást við ýmislegt meira en aðrir.“ Fyrir nokkru fengum við að heyra sögu Charlotte Biering, sem ólst upp í bleiku hjólhýsi í skógum Afríku en starfar nú sem Global Diversity and Inclusion Specialist hjá Marel. Sem gengur út á að auka á fjölbreytileika innan vinnustaðarins og stuðla að þátttöku allra. Starf sem þetta er nokkuð þekkt erlendis. Ekki síst hjá stórfyrirtækjum þar. En Atvinnulífinu lék forvitni á að heyra meira um hvað málið snýst þegar verið er að vinna að auknum fjölbreytileika og þátttöku allra. Og hvernig stendur Ísland sig í þessum málum? Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best Charlotte segir Ísland skara fram úr í mörgu. Ekki síst þegar kemur að kynjajafnrétti. Charlotte segir hins vegar að þótt Ísland sé í fyrsta sæti samkvæmt mælingum World Economic Forum um kynjajafnrétti, sé mikilvægt að fara varlega í fullyrðingum um að við séum „best“ Því við eigum enn langt í land með sumt. Til dæmis kynhneigð, kynvitund, fötlun, taugafjölbreytni, aldur, geðheilsu og fleira.“ Margt er þó jákvætt á Íslandi en þar sem Charlotte hefur starfað víða um heim, tekur hún dæmi um hvernig enn þarf að bæta úr ýmsu. Til dæmis sé fæðingarorlofskerfið á Íslandi mjög gott og íslenskir feður mun virkari þátttakendur í lífi barna sinna miðað við Bretland þar sem sonur hennar fæddist. Þar sé þó algengt að stærri fyrirtæki tryggi foreldrum mótframlag til viðbótar við lögbundnar greiðslur sem fólk fær þegar það tekur fæðingarorlof. Þetta sé dæmi um aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna. Á móti kemur að enn sýna rannsóknir á Íslandi að álagið af heimilisstörfum hvílir mest á herðum íslenskra kvenna. Að sögn Charlotte er því mikilvægt að hugsa alltaf til allra þátta ef ætlunin er að ná jafnvægi til fulls. Og það á öllum vígstöðvum. Það sé til dæmis frábært að á Íslandi hafi kona verið kjörin forseti í fyrsta sinn í heiminum og hér er forsætisráðherrann kona og fleira sem Ísland getur státað sig af. Á móti kemur að hér útskrifist mjög hátt hlutfall kvenna úr háskólanámi, án þess að það endurspeglist í jafnri stöðu kynja þegar kemur að æðstu leiðtogastöðum í viðskiptalífinu. Réttarkerfið oft í mótsögn við fjölbreytileika og jafnrétti Þá segir Charlotte að íslenskt réttarkerfi stuðli alls ekki að jöfnum rétti fólks. Hvorki hvað varðar kynin né stöðu fórnarlamba og gerenda. „Rannsóknir og ferli dómsmála hér tekur allt of langan tíma í samanburði við Bretland og Bandaríkin. Oft leiða þessar tafir síðan til skilorðsbundinna dóma fyrir gerendur sem telja má frekar léttvæga niðurstöðu miðað við þá stöðu sem fórnarlömb sitja áfram í. Í ofanálag tekur það oft langan tíma að dæmdir gerendur séu loks kallaðir til fangelsisvistar en fram að þeim tíma eru menn oft frjálsir og geta gert hvað sem er. Allt frá því að ferðast yfir í að brjóta af sér aftur. Eftirlitið með þeim á meðan þeir bíða afplánunar er ekkert.“ Í kynferðisbrota- og ofbeldismálum segir Charlotte réttarkerfið einfaldlega svíkja konur. Því þótt gerendur séu fundnir séu sektir og eftirmálar oft lítilvæg í samanburði við ofbeldið sjálft. „Þannig að þótt við séum að mælast númer eitt í kynjajafnrétti þurfum við að passa okkur á að verða ekki of kokhraust og ánægð með okkur. Því það er svo margt sem þarf að gera til viðbótar til að forðast bakslag.“ Að horfa til réttarkerfisins með tilliti til kynjajafnréttis sé þó ekki nóg. Uppræta þurfi alla fordóma betur í kerfinu öllu, þannig að fólk hafi jafnari stöðu. Sem dæmi nefnir hún atvik sem komu upp tvívegis fyrir stuttu og rötuðu á síður fjölmiðla en það var þegar lögreglan hafði afskipti af ungum manni, dökkum á hörund. „Það er erfitt að halda að litarhaftið hans og ómeðvitaðir fordómar hafi ekki eitthvað haft áhrif á að lögreglan hafði afskipti af þessum unga manni. En þetta dæmi eitt og sér á að segja okkur að fræðsla um fjölbreytileikann og mismunandi litarhaft, þjóðerni eða menningu er ekki næg.“ Þurfum að sýna karlmönnum skilning Í starfi Charlotte er hins vegar horft til mun fleiri þátta en aðeins kynjajafnréttis. Mikilvægast sé að horfa til fjölbreytileikans í sinni víðustu mynd og taka þá tillit til tilfinninga allra, til að tryggja þátttöku. Til þess að skýra betur út, hversu mörg atriði skipta máli þegar horft er til fjölbreytileikans, tekur Charlotte stöðu karlmanna sem dæmi. „Gagnkynhneigðir hvítir karlmenn upplifa fjölbreytileikann oft þannig að þeir séu honum undanskildir. Eða það sem verra er, að fjölbreytileikinn ógni þeim og sé þróun sem geti tekið eitthvað af þeim. Sem er svo fjarri því að vera rétt.“ Þannig séu karlmenn oft fórnarlömb þeirra staðalímynda sem samfélagið hefur búið til og fyrir vikið sett karlmenn í afar þrönga stöðu. Það er þessi staðalímynd um að karlmaður eigi alltaf að leggja hart að sér og ná árangri, ekki að flíka tilfinningum sínum um of og láta eiginkonunni al farið um þriðju vaktina. En ég hef hitt fjöldann allan af háttsettum karlkyns stjórnendum sem hafa trúað mér fyrir því að hafa oft verið að glíma við alls kyns vanlíðunar en ekki haft neinn til að leita til.“ Í sumum tilvikum hafi þessi vanlíðan leitt til kulnunar eða jafnvel taugaáfalls. „Aðrir karlmenn hafa sagt mér að þeir upplifi mikla eftirsjá af því að hafa svolítið misst af lífi barna sinna. Vegna þess að þeim fannst þeirra hlutverk einfaldlega felast í því að vinna langan vinnudag og vera stöðugt á ferðinni frekar en heima við.“ Þurfum að horfa betur til mannauðs fólks af erlendum uppruna Sá hópur fólks í atvinnulífinu sem er af erlendum uppruna er sístækkandi hópur og fyrirséð er að á næstu árum muni fjölga verulega í þessum hópi, ef ætlunin er að manna öll störf. En þegar það kemur að því að skilja og vinna með fjölbreytileika og jafnrétti fólks af erlendum uppruna, á íslenskt atvinnulíf nokkuð langt í land. Í þessu segir Charlotte aukna fræðslu um ólíkar þjóðir og menningu skipta miklu máli og allar aðgerðir sem geta tryggt það betur en nú er að þessi hópur fólks fái jafnari tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og tengslamyndun. Þarna er mikinn mannauð að finna en við þurfum að breyta viðhorfinu okkar þannig að við séum meira að horfa á ávinninginn sem við erum að hljóta af því að fá þetta fólk til okkar, frekar en að þetta sé bara hópur sem er hér að vinna.“ Þá segir Charlotte íslenskt atvinnulíf ekki átta sig alveg á því hversu mikill mannauður er hér nú þegar. „Það er verið að sækjast í ráðningar erlendis á alls kyns sérfræðingum. Ég myndi hins vegar mæla með því að fyrirtæki skoðuðu það aðeins betur hvaða sérfræðingar eru komnir til landsins nú þegar og hafa jafnvel starfað hér um hríð. En við ekki alveg að átta okkur á því hversu magnaður bakgrunnurinn þeirra eða reynsla er.“ Þegar vinnustaðir ráða hins vegar erlendis frá, þurfi að skoða vel hvers konar umhverfi við erum að bjóða þessu fólki upp á og hvort það fólk muni upplifa sig velkomið hingað fyrir alvöru. „Ég þekki þetta bara svo vel af eigin raun. Því þótt ég njóti reyndar þeirra forréttinda að eiga frábæra tengdafjölskyldu sem ég get alltaf leitað til og að hafa stækkað tengslanetið mitt verulega með því að klára meistaranámið mitt í háskóla hér, þá upplifi ég mig ekki með jafna stöðu við aðra vegna þess að íslenskan mín er ekki nógu góð og ég er af erlendum uppruna.“ Fjölbreytileiki ekki alltaf svo fjölbreyttur Charlotte segir algenga gryfju sem íslenskir vinnustaðir falli í vera þá að sjá ekki hversu keimlíkir allir eru á vinnustaðnum, þótt þeir séu af ýmsu þjóðerni. „Það endurspeglar ekki fjölbreytileika ef bakgrunnur allra, sérsvið eða áhugamál eru mjög svipuð og nánast allir hafa útskrifast frá sömu skólum. Ef þetta er staðan, eru allar líkur á að þeir sem eru í minnihlutahópum séu enn að upplifa sig út undan í hópnum, sem þýðir að við erum ekki að tryggja þátttöku allra.“ Og ljóst er að Charlotte brennur fyrir starfi sínu því henni er mikið í mun að fólk átti sig betur á því hversu mikill ávinningur felst í því að styðja við fjölbreytileikann. Vinnustaðir og samfélög án aðgreiningar þýðir að öllu fólki er gert kleift að taka þátt, fólki líður betur og er ánægðari og atvinnulífið fær fyrir vikið mun fleiri tækifæri til að ná alls kyns markmiðum. Því staðreyndin er sú að fjölbreytt teymi búa yfir meiri sköpunarkrafti, ólík viðhorf og sjónarhorn opna fyrir mun fleiri tækifærum og öll ákvarðanataka er traustari því hún er ekki tekin af of einsleitum hópi. Í lokin má geta þess að Charlotte sigraði í þeim kosningum sem stóðu yfir fyrr í sumar fyrir tilnefninguna sína til verðlauna hjá Blaze Inclusion. Sigur Charlotte náði til íslenskra aðila en nú standa yfir kosningar fyrir alla sem tilnefndir eru, sjá nánar HÉR. Samfélagsleg ábyrgð Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Innflytjendamál Starfsframi Jafnréttismál Mannauðsmál Marel Tengdar fréttir Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00 Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. 8. desember 2021 07:00 Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Ég er til dæmis svo heppin að geta alltaf leitað til einhvers þegar eitthvað kemur upp. En mér finnst ég oft vera út undan. Þess vegna get ég fullyrt að fólk sem er ekki héðan, þarf að kljást við ýmislegt meira en aðrir.“ Fyrir nokkru fengum við að heyra sögu Charlotte Biering, sem ólst upp í bleiku hjólhýsi í skógum Afríku en starfar nú sem Global Diversity and Inclusion Specialist hjá Marel. Sem gengur út á að auka á fjölbreytileika innan vinnustaðarins og stuðla að þátttöku allra. Starf sem þetta er nokkuð þekkt erlendis. Ekki síst hjá stórfyrirtækjum þar. En Atvinnulífinu lék forvitni á að heyra meira um hvað málið snýst þegar verið er að vinna að auknum fjölbreytileika og þátttöku allra. Og hvernig stendur Ísland sig í þessum málum? Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best Charlotte segir Ísland skara fram úr í mörgu. Ekki síst þegar kemur að kynjajafnrétti. Charlotte segir hins vegar að þótt Ísland sé í fyrsta sæti samkvæmt mælingum World Economic Forum um kynjajafnrétti, sé mikilvægt að fara varlega í fullyrðingum um að við séum „best“ Því við eigum enn langt í land með sumt. Til dæmis kynhneigð, kynvitund, fötlun, taugafjölbreytni, aldur, geðheilsu og fleira.“ Margt er þó jákvætt á Íslandi en þar sem Charlotte hefur starfað víða um heim, tekur hún dæmi um hvernig enn þarf að bæta úr ýmsu. Til dæmis sé fæðingarorlofskerfið á Íslandi mjög gott og íslenskir feður mun virkari þátttakendur í lífi barna sinna miðað við Bretland þar sem sonur hennar fæddist. Þar sé þó algengt að stærri fyrirtæki tryggi foreldrum mótframlag til viðbótar við lögbundnar greiðslur sem fólk fær þegar það tekur fæðingarorlof. Þetta sé dæmi um aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna. Á móti kemur að enn sýna rannsóknir á Íslandi að álagið af heimilisstörfum hvílir mest á herðum íslenskra kvenna. Að sögn Charlotte er því mikilvægt að hugsa alltaf til allra þátta ef ætlunin er að ná jafnvægi til fulls. Og það á öllum vígstöðvum. Það sé til dæmis frábært að á Íslandi hafi kona verið kjörin forseti í fyrsta sinn í heiminum og hér er forsætisráðherrann kona og fleira sem Ísland getur státað sig af. Á móti kemur að hér útskrifist mjög hátt hlutfall kvenna úr háskólanámi, án þess að það endurspeglist í jafnri stöðu kynja þegar kemur að æðstu leiðtogastöðum í viðskiptalífinu. Réttarkerfið oft í mótsögn við fjölbreytileika og jafnrétti Þá segir Charlotte að íslenskt réttarkerfi stuðli alls ekki að jöfnum rétti fólks. Hvorki hvað varðar kynin né stöðu fórnarlamba og gerenda. „Rannsóknir og ferli dómsmála hér tekur allt of langan tíma í samanburði við Bretland og Bandaríkin. Oft leiða þessar tafir síðan til skilorðsbundinna dóma fyrir gerendur sem telja má frekar léttvæga niðurstöðu miðað við þá stöðu sem fórnarlömb sitja áfram í. Í ofanálag tekur það oft langan tíma að dæmdir gerendur séu loks kallaðir til fangelsisvistar en fram að þeim tíma eru menn oft frjálsir og geta gert hvað sem er. Allt frá því að ferðast yfir í að brjóta af sér aftur. Eftirlitið með þeim á meðan þeir bíða afplánunar er ekkert.“ Í kynferðisbrota- og ofbeldismálum segir Charlotte réttarkerfið einfaldlega svíkja konur. Því þótt gerendur séu fundnir séu sektir og eftirmálar oft lítilvæg í samanburði við ofbeldið sjálft. „Þannig að þótt við séum að mælast númer eitt í kynjajafnrétti þurfum við að passa okkur á að verða ekki of kokhraust og ánægð með okkur. Því það er svo margt sem þarf að gera til viðbótar til að forðast bakslag.“ Að horfa til réttarkerfisins með tilliti til kynjajafnréttis sé þó ekki nóg. Uppræta þurfi alla fordóma betur í kerfinu öllu, þannig að fólk hafi jafnari stöðu. Sem dæmi nefnir hún atvik sem komu upp tvívegis fyrir stuttu og rötuðu á síður fjölmiðla en það var þegar lögreglan hafði afskipti af ungum manni, dökkum á hörund. „Það er erfitt að halda að litarhaftið hans og ómeðvitaðir fordómar hafi ekki eitthvað haft áhrif á að lögreglan hafði afskipti af þessum unga manni. En þetta dæmi eitt og sér á að segja okkur að fræðsla um fjölbreytileikann og mismunandi litarhaft, þjóðerni eða menningu er ekki næg.“ Þurfum að sýna karlmönnum skilning Í starfi Charlotte er hins vegar horft til mun fleiri þátta en aðeins kynjajafnréttis. Mikilvægast sé að horfa til fjölbreytileikans í sinni víðustu mynd og taka þá tillit til tilfinninga allra, til að tryggja þátttöku. Til þess að skýra betur út, hversu mörg atriði skipta máli þegar horft er til fjölbreytileikans, tekur Charlotte stöðu karlmanna sem dæmi. „Gagnkynhneigðir hvítir karlmenn upplifa fjölbreytileikann oft þannig að þeir séu honum undanskildir. Eða það sem verra er, að fjölbreytileikinn ógni þeim og sé þróun sem geti tekið eitthvað af þeim. Sem er svo fjarri því að vera rétt.“ Þannig séu karlmenn oft fórnarlömb þeirra staðalímynda sem samfélagið hefur búið til og fyrir vikið sett karlmenn í afar þrönga stöðu. Það er þessi staðalímynd um að karlmaður eigi alltaf að leggja hart að sér og ná árangri, ekki að flíka tilfinningum sínum um of og láta eiginkonunni al farið um þriðju vaktina. En ég hef hitt fjöldann allan af háttsettum karlkyns stjórnendum sem hafa trúað mér fyrir því að hafa oft verið að glíma við alls kyns vanlíðunar en ekki haft neinn til að leita til.“ Í sumum tilvikum hafi þessi vanlíðan leitt til kulnunar eða jafnvel taugaáfalls. „Aðrir karlmenn hafa sagt mér að þeir upplifi mikla eftirsjá af því að hafa svolítið misst af lífi barna sinna. Vegna þess að þeim fannst þeirra hlutverk einfaldlega felast í því að vinna langan vinnudag og vera stöðugt á ferðinni frekar en heima við.“ Þurfum að horfa betur til mannauðs fólks af erlendum uppruna Sá hópur fólks í atvinnulífinu sem er af erlendum uppruna er sístækkandi hópur og fyrirséð er að á næstu árum muni fjölga verulega í þessum hópi, ef ætlunin er að manna öll störf. En þegar það kemur að því að skilja og vinna með fjölbreytileika og jafnrétti fólks af erlendum uppruna, á íslenskt atvinnulíf nokkuð langt í land. Í þessu segir Charlotte aukna fræðslu um ólíkar þjóðir og menningu skipta miklu máli og allar aðgerðir sem geta tryggt það betur en nú er að þessi hópur fólks fái jafnari tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og tengslamyndun. Þarna er mikinn mannauð að finna en við þurfum að breyta viðhorfinu okkar þannig að við séum meira að horfa á ávinninginn sem við erum að hljóta af því að fá þetta fólk til okkar, frekar en að þetta sé bara hópur sem er hér að vinna.“ Þá segir Charlotte íslenskt atvinnulíf ekki átta sig alveg á því hversu mikill mannauður er hér nú þegar. „Það er verið að sækjast í ráðningar erlendis á alls kyns sérfræðingum. Ég myndi hins vegar mæla með því að fyrirtæki skoðuðu það aðeins betur hvaða sérfræðingar eru komnir til landsins nú þegar og hafa jafnvel starfað hér um hríð. En við ekki alveg að átta okkur á því hversu magnaður bakgrunnurinn þeirra eða reynsla er.“ Þegar vinnustaðir ráða hins vegar erlendis frá, þurfi að skoða vel hvers konar umhverfi við erum að bjóða þessu fólki upp á og hvort það fólk muni upplifa sig velkomið hingað fyrir alvöru. „Ég þekki þetta bara svo vel af eigin raun. Því þótt ég njóti reyndar þeirra forréttinda að eiga frábæra tengdafjölskyldu sem ég get alltaf leitað til og að hafa stækkað tengslanetið mitt verulega með því að klára meistaranámið mitt í háskóla hér, þá upplifi ég mig ekki með jafna stöðu við aðra vegna þess að íslenskan mín er ekki nógu góð og ég er af erlendum uppruna.“ Fjölbreytileiki ekki alltaf svo fjölbreyttur Charlotte segir algenga gryfju sem íslenskir vinnustaðir falli í vera þá að sjá ekki hversu keimlíkir allir eru á vinnustaðnum, þótt þeir séu af ýmsu þjóðerni. „Það endurspeglar ekki fjölbreytileika ef bakgrunnur allra, sérsvið eða áhugamál eru mjög svipuð og nánast allir hafa útskrifast frá sömu skólum. Ef þetta er staðan, eru allar líkur á að þeir sem eru í minnihlutahópum séu enn að upplifa sig út undan í hópnum, sem þýðir að við erum ekki að tryggja þátttöku allra.“ Og ljóst er að Charlotte brennur fyrir starfi sínu því henni er mikið í mun að fólk átti sig betur á því hversu mikill ávinningur felst í því að styðja við fjölbreytileikann. Vinnustaðir og samfélög án aðgreiningar þýðir að öllu fólki er gert kleift að taka þátt, fólki líður betur og er ánægðari og atvinnulífið fær fyrir vikið mun fleiri tækifæri til að ná alls kyns markmiðum. Því staðreyndin er sú að fjölbreytt teymi búa yfir meiri sköpunarkrafti, ólík viðhorf og sjónarhorn opna fyrir mun fleiri tækifærum og öll ákvarðanataka er traustari því hún er ekki tekin af of einsleitum hópi. Í lokin má geta þess að Charlotte sigraði í þeim kosningum sem stóðu yfir fyrr í sumar fyrir tilnefninguna sína til verðlauna hjá Blaze Inclusion. Sigur Charlotte náði til íslenskra aðila en nú standa yfir kosningar fyrir alla sem tilnefndir eru, sjá nánar HÉR.
Samfélagsleg ábyrgð Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Innflytjendamál Starfsframi Jafnréttismál Mannauðsmál Marel Tengdar fréttir Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00 Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. 8. desember 2021 07:00 Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00 Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00
Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. 8. desember 2021 07:00
Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00
Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00
Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01