Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 14:02 Kona sem særðist í árás Rússa á Kramatorsk fær aðhlynningu bráðaliða í sjúkrabíl í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50