Hægt að stórauka útflutning á íslensku grænmeti Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2022 20:05 Þótt starfsemin á Laugalandi kaupi meira rafmagn en allir íbúar Borgarness, greiðir Laugaland mun meira fyrir rafmagnið en Borgnesingar. Stöð 2/Einar Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Það er talað um það í gríni og alvöru að það myndist gúrkutíð í fréttum á sumrin þegar samfélagið fer meira og minna allt í dvala. Það er aftur á móti sannkölluð gúrkutíð á Laugalandi í Borgarfirði allt árið. Þar hafa menn ekki undan að framleiða agúrkur fyrir innanlandsmarkað og það væri hægt að flytja út miklu meira magn en nú þegar er gert. Sverrir Sverrisson þekkir vel til í Danmörku og stofnaði Pure Arctic með dönskum viðskiptafélaga. Hann segir mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti til Danmerkur og Þýskalands.Stöð 2/Einar Sölufélag garðyrkjumanna og Sverrir Sverrisson ásamt dönskum viðskiptafélag eiga saman fyrirtækið Pure Arctic sem flutt hefur út hágæða gúrkur til Danmerkur frá árinu 2016. Forsvarsmenn segja vöruna eftirsótta þar sem hún væri ræktuð með sjálfbærri orku og með hreinu íslensku vatni. Í Danmörku hafi snefill af skordýraeitri fundist í grunnvatni og orkuverð þar sé mun hærra en hér á landi. „Við höfum fundið það ég og kollegi minn sem stofnuðum þetta fyrirtæki að það var mikill áhugi hjá Dönum sem höfðu heimsótt Ísland að getað keypt íslenskt grænmeti í Danmörku. Þannig að þar kviknaði hugmyndin um að láta reyna á þetta,“ segir Sverrir. Heilnæm og eftirsótt vara Gunnlaugur Karlsson stjórnarmaður í Pure Arctic og framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að það væri hreinleiki vörunnar sem höfðaði til stórs hluta neytenda og að ekki væri notast við skordýraeitur við ræktunina. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna og stjórnarmaður í Pure Arctic, segir útflutning á grænmeti og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum til Grænlands hafa haft mjög jákvæð áhrif þar.Stöð 2/Einar „Þetta er heilbrigð og heilnæm vara í háum gæðum. Svo er hægt að flytja þetta með skipi. Tekur þrjá daga. Þannig að þetta kemur mjög ferskt og flott á markaðinn. Vandamálið í þessu í dag er að við þurfum að framleiða meira til til að geta annað þessum markaði,“ segir Gunnlaugur. Á Laugalandi í Borgarfirði hafa verið ræktaðar gúrkur í áttatíu ár hjá sama fjölskyldufyrirtækinu. Þórhallur Bjarnason rekur fyrirtækið í dag ásamt eiginkonu og syni. Hann segir fyrirtækið framleiða um 500 tonn á ári og nýlega hafi þau einnig byrjað að rækta smágúrkur sem njóti vaxandi vinsælda. Laugaland er því með um fjórðung allrar gúrkuframleiðslu í landinu og eftirspurnin er alltaf að aukast. Þórhallur Bjarnason rekur Laugaland ásamt eiginkonu sinni og syni. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölunni í 80 ár.Stöð 2/Einar „Þetta hús sem viðstöndum í hér núna var byggt árið 2020. Síðan erum við að hækka annað álíka stórt hús um 185 sentimetra. Það er gert til að fá meiri afköst út úr því húsi,“ segir Þórhallur. En miklu máli skipti að geta haft lýsinguna ofar en áður við ræktunina. Fjölskyldan á Laugalandi nýtur nábýlis við jarðvarmann og aðgangs að fersku köldu vatni. Þá hefur náðst sparnaður með nútímalýsingu en rafmagnskostnaðurinn er engu að síður um fjórðungur kostnaðarins. Slagar upp í launakostnaðinn. Raforkuverðið miðast ekki við það magn sem Laugaland kaupir heldur fjölda íbúa í sveitinni. Mikil eftirspurn er eftir matvöru sem ræktuð er með grænni orku og hreinu vatni í Evrópu.Stöð 2/Einar „Þótt þessi garðyrkjustöð sé að nota eins mikið rafmagn og öll heimili í Borgarnesi þá telst hún vera í dreifbýli. Þá er miklu hærri gjaldskrá á flutninginn á orkunni,“segir Þórhallur. Í dag framleiðir Laugaland fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkaðinn. „Við höfum verið að skaffa vörur fyrir Færeyjar til dæmis núna í sumar og Grænland. Erum svona að prufa okkur áfram með þennan útflutning. Hugsanlega getur þetta orðið stór iðnaður í framtíðinni,“ segir Þórhallur. Á Laugalandi eru framleidd um 500 tonn af gúrkum á ári sem er um fjórðungur heildar framleiðslunnar í landinu.Stöð 2/Einar Forsvarsmenn Pure Arctic hafa fulla trú á að hægt sé að auka útflutning á hreinu íslensku grænmeti til muna. Markaður sé til dæmis í Danmörku og Þýskalandi. Til þess þurfi framleiðslan hins vegar að fá raforkuna á sama verði og stóriðjan. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Þá værum við líka samkeppnishæfari með þessa hágæðavöru sem verður bara meiri og meiri eftirspurn eftir í heiminum,“ segir Sverrir Sverrisson. Landbúnaður Efnahagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Það er talað um það í gríni og alvöru að það myndist gúrkutíð í fréttum á sumrin þegar samfélagið fer meira og minna allt í dvala. Það er aftur á móti sannkölluð gúrkutíð á Laugalandi í Borgarfirði allt árið. Þar hafa menn ekki undan að framleiða agúrkur fyrir innanlandsmarkað og það væri hægt að flytja út miklu meira magn en nú þegar er gert. Sverrir Sverrisson þekkir vel til í Danmörku og stofnaði Pure Arctic með dönskum viðskiptafélaga. Hann segir mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti til Danmerkur og Þýskalands.Stöð 2/Einar Sölufélag garðyrkjumanna og Sverrir Sverrisson ásamt dönskum viðskiptafélag eiga saman fyrirtækið Pure Arctic sem flutt hefur út hágæða gúrkur til Danmerkur frá árinu 2016. Forsvarsmenn segja vöruna eftirsótta þar sem hún væri ræktuð með sjálfbærri orku og með hreinu íslensku vatni. Í Danmörku hafi snefill af skordýraeitri fundist í grunnvatni og orkuverð þar sé mun hærra en hér á landi. „Við höfum fundið það ég og kollegi minn sem stofnuðum þetta fyrirtæki að það var mikill áhugi hjá Dönum sem höfðu heimsótt Ísland að getað keypt íslenskt grænmeti í Danmörku. Þannig að þar kviknaði hugmyndin um að láta reyna á þetta,“ segir Sverrir. Heilnæm og eftirsótt vara Gunnlaugur Karlsson stjórnarmaður í Pure Arctic og framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að það væri hreinleiki vörunnar sem höfðaði til stórs hluta neytenda og að ekki væri notast við skordýraeitur við ræktunina. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna og stjórnarmaður í Pure Arctic, segir útflutning á grænmeti og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum til Grænlands hafa haft mjög jákvæð áhrif þar.Stöð 2/Einar „Þetta er heilbrigð og heilnæm vara í háum gæðum. Svo er hægt að flytja þetta með skipi. Tekur þrjá daga. Þannig að þetta kemur mjög ferskt og flott á markaðinn. Vandamálið í þessu í dag er að við þurfum að framleiða meira til til að geta annað þessum markaði,“ segir Gunnlaugur. Á Laugalandi í Borgarfirði hafa verið ræktaðar gúrkur í áttatíu ár hjá sama fjölskyldufyrirtækinu. Þórhallur Bjarnason rekur fyrirtækið í dag ásamt eiginkonu og syni. Hann segir fyrirtækið framleiða um 500 tonn á ári og nýlega hafi þau einnig byrjað að rækta smágúrkur sem njóti vaxandi vinsælda. Laugaland er því með um fjórðung allrar gúrkuframleiðslu í landinu og eftirspurnin er alltaf að aukast. Þórhallur Bjarnason rekur Laugaland ásamt eiginkonu sinni og syni. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölunni í 80 ár.Stöð 2/Einar „Þetta hús sem viðstöndum í hér núna var byggt árið 2020. Síðan erum við að hækka annað álíka stórt hús um 185 sentimetra. Það er gert til að fá meiri afköst út úr því húsi,“ segir Þórhallur. En miklu máli skipti að geta haft lýsinguna ofar en áður við ræktunina. Fjölskyldan á Laugalandi nýtur nábýlis við jarðvarmann og aðgangs að fersku köldu vatni. Þá hefur náðst sparnaður með nútímalýsingu en rafmagnskostnaðurinn er engu að síður um fjórðungur kostnaðarins. Slagar upp í launakostnaðinn. Raforkuverðið miðast ekki við það magn sem Laugaland kaupir heldur fjölda íbúa í sveitinni. Mikil eftirspurn er eftir matvöru sem ræktuð er með grænni orku og hreinu vatni í Evrópu.Stöð 2/Einar „Þótt þessi garðyrkjustöð sé að nota eins mikið rafmagn og öll heimili í Borgarnesi þá telst hún vera í dreifbýli. Þá er miklu hærri gjaldskrá á flutninginn á orkunni,“segir Þórhallur. Í dag framleiðir Laugaland fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkaðinn. „Við höfum verið að skaffa vörur fyrir Færeyjar til dæmis núna í sumar og Grænland. Erum svona að prufa okkur áfram með þennan útflutning. Hugsanlega getur þetta orðið stór iðnaður í framtíðinni,“ segir Þórhallur. Á Laugalandi eru framleidd um 500 tonn af gúrkum á ári sem er um fjórðungur heildar framleiðslunnar í landinu.Stöð 2/Einar Forsvarsmenn Pure Arctic hafa fulla trú á að hægt sé að auka útflutning á hreinu íslensku grænmeti til muna. Markaður sé til dæmis í Danmörku og Þýskalandi. Til þess þurfi framleiðslan hins vegar að fá raforkuna á sama verði og stóriðjan. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Þá værum við líka samkeppnishæfari með þessa hágæðavöru sem verður bara meiri og meiri eftirspurn eftir í heiminum,“ segir Sverrir Sverrisson.
Landbúnaður Efnahagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira