Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun