Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Viðmiðunarmörkin eru þessi: Samband við heilsugæslustöð samdægurs. Viðtal við heilsugæslulækni innan 5 daga. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Af ástæðum sem blasa við lagði ég inn formlega fyrirspurn í fjórum liðum á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu með vísan til þessara viðmiðunarmarka. Mér hefur nú borist svar frá ráðherranum. Í fyrsta lagi spurði ég um samband sjúklinga samdægurs við heilsugæslustöðvar. Í svarinu kemur fram að „samband samdægurs“ sé ekki nánar skilgreint í viðmiðunum og bent á að allir hafi aðgang að heilsugæslu t.a.m. gegnum síma og netspjall. Þá kemur fram að mjög sé mismunandi milli heilbrigðisumdæma hvernig haldið er utan um upplýsingar um veitta þjónustu. Í könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á ánægju og trausti meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur hins vegar fram að hlutfall þeirra, sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu samdægurs, lækkaði talsvert á tímabilinu 2019-2021. Í öðru lagi óskaði ég eftir upplýsingum um hversu margir fengju viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. Hér er sama uppi á teningnum varðandi utanumhald upplýsinga, en meðal þess sem kemur fram í svarinu er að þjónustukannanir sýni að bið eftir læknistíma sé stærsta umkvörtunarefni skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá kemur fram að hlutfall þeirra sem töldu sig hafa haft mjög brýnt erindi og fengið þjónustu innan viku lækkaði umtalsvert 2019-2021, eða um tæp 10% samkvæmt framangreindri könnun SÍ. Í þriðja og fjórða lagi óskaði ég eftir upplýsingum um biðtíma eftir sérfræðingum og aðgerðum og annarri meðferð hjá þeim en í svarinu kemur fram að ekki séu til heildstæðar upplýsingar um bið eftir tíma hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þá sé bið afar mismunandi eftir tegundum aðgerða og meðferðar. Reglulega sé kallað eftir upplýsingum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Staðan er einfaldlega ekki eins og best verður á kosið varðandi bið eftir heilbrigðisþjónustu. Róðurinn þyngdist vissulega verulega t.d. á heilsugæslustöðvum vegna skertrar þjónustu í heimsfaraldrinum. Það er hins vegar nánast sama hvar borið er niður. Það er margra mánaða bið eftir tímum hjá sérfræðilæknum og áralöng bið eftir fjölmörgum aðgerðum með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. M.a. af þessum sökum er mikilvægt að utanumhald upplýsinga sé gott; að rýnt sé í vandann og hvernig eigi að bregðast við honum. Heilbrigðisráðherra hefur vissulega beint sjónum að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu og lagt áherslu á styttingu biðtíma. Það er hins vegar ekki nóg að plástra kerfi sem ekki virkar. Það er því löngu orðið tímabært að nýta fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðgengi og stytta biðlista. Það hefur gefist vel við heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir sýna að ánægja og traust notenda einkarekinna heilsugæslustöðva mælist meira en þar sem þær sem eru reknar af hinu opinbera. Ég hef áður velt því upp hér hvort gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbygginu í heilbrigðiskerfinu og sömuleiðis skrifað um þjáningar þeirra sem þjást af endómetríósu og bíða eftir réttri greiningu og meðhöndlun. Ég hvet heilbrigðisráðherra til að hafa áfram opinn hug við að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu við sjúklinga. Þeir geta eðlilega ekki sætt sig við skert lífsgæði meðan þeir bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun