Í tilkynningu segir að samningurinn byggi að hluta til á og komi til viðbótar við samstarf félagana um sameiginlega uppbyggingu 2G, 3G og 4G þjónustu.
Hvort félagið mun byggja, taka í notkun og reka hundrað sendastaði með 5G þjónustu og eru þeir sendastaðir sem þegar hafa verið byggðir inn í því. Hvort félagið má svo nota senda hins og er ekki gert ráð fyrir fjárhagslegu uppgjöri milli Nova og Sýnar þar sem skipting kostnaðar og samnýting er jöfn.
Félögunum er heimilt að selja í heildsölu aðgang til þriðja aðila að sendum.
Ljúka á uppbyggingunni fyrir árslok 2024 en samnýtingin verður til gildi í það minnsta út árið 2028.
„Markmið aðila með gerð samningsins er að auka hagkvæmni og skilvirkni við uppbyggingu og rekstur 5G þjónustu og innviða, draga úr umhverfisáhrifum slíkrar uppbyggingar og tryggja enn betur fjarskiptaöryggi og þjónustu við viðskiptavini,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.
Vísir er í eigu Sýnar.