Mesta verðbólga Bandaríkjanna í fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 16:42 Frá Wall Street í New York. AP/John Minchillo Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu. Verðlag hækkaði einnig um 1,3 prósent milli maí og júní. Það hafði hækkað um eitt prósent milli apríl og maí. AP fréttaveitan segir nánast öruggt að þetta muni leiða til hækkunar stýrivaxta en verðbólgan er sögð hafa komið verulega niður á Bandaríkjamönnum á undanförnum mánuðum. Verðbólgan og verðlagið hefur sömuleiðis komið mikið niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Í nýlegri könnun AP sögðu fjörutíu prósent kjósenda að það að kveða niður verðbólguna væri mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Einungis fjórtán prósent svöruðu á þann veg í desember. Lækka hagvaxtaspár á heimsvísu Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í bloggfærslu sem birt var í dag að verðbólga á heimsvísu væri hærri en reiknað hefði verið með og að sjóðurinn væri að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu tvö ár. Georgieva sagði framtíðina mjög óljósa og að frekari efnahagsleg vandræði, eins og það ef Rússar myndu loka á flæði jarðgass til Evrópu, gætu leitt til kreppu og orkukrísu. Það sé þó einungis ein af þeim sviðsmyndum sem gætu leitt til þess að erfitt ástand yrði verra. Hún sagði að það fyrsta sem þyrfti að gerast, væri að ná þyrfti tökum á verðbólgunni. Einnig þyrfti að auka alþjóðlega samvinnu á nýjan leik og draga úr húsnæðiskostnaði. Þar að auki þurfi auðugri þjóðir heimsins að aðstoða þær fátækari og sporna gegn hungursneyð í heiminum. Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðlag hækkaði einnig um 1,3 prósent milli maí og júní. Það hafði hækkað um eitt prósent milli apríl og maí. AP fréttaveitan segir nánast öruggt að þetta muni leiða til hækkunar stýrivaxta en verðbólgan er sögð hafa komið verulega niður á Bandaríkjamönnum á undanförnum mánuðum. Verðbólgan og verðlagið hefur sömuleiðis komið mikið niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Í nýlegri könnun AP sögðu fjörutíu prósent kjósenda að það að kveða niður verðbólguna væri mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Einungis fjórtán prósent svöruðu á þann veg í desember. Lækka hagvaxtaspár á heimsvísu Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í bloggfærslu sem birt var í dag að verðbólga á heimsvísu væri hærri en reiknað hefði verið með og að sjóðurinn væri að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu tvö ár. Georgieva sagði framtíðina mjög óljósa og að frekari efnahagsleg vandræði, eins og það ef Rússar myndu loka á flæði jarðgass til Evrópu, gætu leitt til kreppu og orkukrísu. Það sé þó einungis ein af þeim sviðsmyndum sem gætu leitt til þess að erfitt ástand yrði verra. Hún sagði að það fyrsta sem þyrfti að gerast, væri að ná þyrfti tökum á verðbólgunni. Einnig þyrfti að auka alþjóðlega samvinnu á nýjan leik og draga úr húsnæðiskostnaði. Þar að auki þurfi auðugri þjóðir heimsins að aðstoða þær fátækari og sporna gegn hungursneyð í heiminum.
Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira