Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 15:00 Formaður Snarrótarinnar segir nokkuð ljóst að afglæpavæðing neysluskammta verði ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. Heilbrigðisráðherra lagði fram þá tillögu að lagasetningu að refsing yrði afnumin fyrir „veikasta hóp samfélagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna,“ eins og það er orðað í umfjöllun tillögunnar í samráðsgáttinni. Þá yrði frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta ekki endurflutt. Júlía Birgisdóttir, formaður Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi, segir þetta mikið bakslag. „Þessar tillögur um að það eigi bara að hætta að refsa veikasta hópinum, þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt,“ segir Júlía og bendir á að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. „Hver er skilgreiningin á því að komast í þennan hóp, þannig að þér er ekki refsað? Þarf að vera búið að refsa þér ákveðið oft? Þetta er bara fráleitt,“ segir hún enn fremur. Krafan hafi verið skýr Hún bendir á að meirihluti landsmanna hafi verið hlynntur afglæpavæðingu líkt og fram kom rannsókn í sem framkvæmd var í tengslum við frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttir, í fyrra. Þá hafi önnur rannsókn í mars sýnt fram á hið sama. „Við höfum verið alveg skýr í því að við viljum náttúrulega afglæpavæða neysluskammta og höfum verið mjög hörð á því að það eigi að vera notendasamráð,“ segir Júlía. „Svo kannski að þessi umræða um hvað sé neysluskammtur skipti ekki alveg öllu máli, heldur bara að það þurfi að hætta að vera þetta tæki til að áreita fólk.“ Hún gagnrýnir þá að lögregla eigi meðal annarra sæti í starfshóp heilbrigðisráðherra, sem skipaður var í febrúar og er áætlað að skili niðurstöðu sinni næsta vetur, enda ætti lögregla ekki að stjórna því hvaða tæki þau geta beitt gegn viðkvæmum hópum. Ekki bjartsýn á framhaldið Nokkur frumvörp hafi verið lögð fram um afglæpavæðingu neysluskammta á síðasta kjörtímabili og Snarrótin borið veika von í brjósti. „Þetta er bara mjög ömurlegt að fylgjast með, við upplifðum það svona smá eins og það væri eitthvað að fara að gerast síðustu ár, en svo bara er augljóst að það er ekki eins nálægt og maður hélt,“ segir Júlía. Þá er hún ekki bjartsýn á að afglæpavæðing verði aftur á dagskrá á þessu kjörtímabili, ef viljinn hefði verið fyrir hendi hefði málið náð í gegn. „Ég held að þessi ríkisstjórn eigi ekki eftir að gera neitt og ég held að þessar tillögur séu aðeins til að slá ryki í augun á fólki,“ segir hún. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Tengdar fréttir Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Heilbrigðisráðherra lagði fram þá tillögu að lagasetningu að refsing yrði afnumin fyrir „veikasta hóp samfélagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna,“ eins og það er orðað í umfjöllun tillögunnar í samráðsgáttinni. Þá yrði frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta ekki endurflutt. Júlía Birgisdóttir, formaður Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi, segir þetta mikið bakslag. „Þessar tillögur um að það eigi bara að hætta að refsa veikasta hópinum, þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt,“ segir Júlía og bendir á að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. „Hver er skilgreiningin á því að komast í þennan hóp, þannig að þér er ekki refsað? Þarf að vera búið að refsa þér ákveðið oft? Þetta er bara fráleitt,“ segir hún enn fremur. Krafan hafi verið skýr Hún bendir á að meirihluti landsmanna hafi verið hlynntur afglæpavæðingu líkt og fram kom rannsókn í sem framkvæmd var í tengslum við frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttir, í fyrra. Þá hafi önnur rannsókn í mars sýnt fram á hið sama. „Við höfum verið alveg skýr í því að við viljum náttúrulega afglæpavæða neysluskammta og höfum verið mjög hörð á því að það eigi að vera notendasamráð,“ segir Júlía. „Svo kannski að þessi umræða um hvað sé neysluskammtur skipti ekki alveg öllu máli, heldur bara að það þurfi að hætta að vera þetta tæki til að áreita fólk.“ Hún gagnrýnir þá að lögregla eigi meðal annarra sæti í starfshóp heilbrigðisráðherra, sem skipaður var í febrúar og er áætlað að skili niðurstöðu sinni næsta vetur, enda ætti lögregla ekki að stjórna því hvaða tæki þau geta beitt gegn viðkvæmum hópum. Ekki bjartsýn á framhaldið Nokkur frumvörp hafi verið lögð fram um afglæpavæðingu neysluskammta á síðasta kjörtímabili og Snarrótin borið veika von í brjósti. „Þetta er bara mjög ömurlegt að fylgjast með, við upplifðum það svona smá eins og það væri eitthvað að fara að gerast síðustu ár, en svo bara er augljóst að það er ekki eins nálægt og maður hélt,“ segir Júlía. Þá er hún ekki bjartsýn á að afglæpavæðing verði aftur á dagskrá á þessu kjörtímabili, ef viljinn hefði verið fyrir hendi hefði málið náð í gegn. „Ég held að þessi ríkisstjórn eigi ekki eftir að gera neitt og ég held að þessar tillögur séu aðeins til að slá ryki í augun á fólki,“ segir hún.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Tengdar fréttir Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15