Markastífla og gul spjöld gætu skilað Íslandi í 8-liða úrslit í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 08:30 Vonandi geta Íslendingar fagnað svona í kvöld þegar riðlakeppninni á EM lýkur. VÍSIR/VILHELM Það eru fleiri en ein leið til þess að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta í Englandi í kvöld. Komist liðið þangað bíður þess leikur við Svía á föstudagskvöld. Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira