Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 13:01 Jake Wightman náði að hafa betur gegn Jacob Ingebrigtsen og vinna afar óvæntan heimsmeistaratitil. Getty/Andy Astfalck Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum. Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira
Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira