„Alveg hræðilegur“ leiðréttingarbúnaður Apple Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 21:00 Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple virkar oft ekki sem skyldi, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Rúnar Vilberg Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple fyrir íslensku er hörmulegur og með ólíkindum að einhver hafi fengið borgað fyrir að hanna hann, að mati hugbúnaðarhönnuðar. Fyrirtækið virðist ekki nota neinar tölfræðiupplýsingar sem til eru um íslenskan texta, þrátt fyrir vitneskju um þær. Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur. Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur.
Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira