Laumaðist á æfingar þegar hún átti að vera í kirkju og á nú heimsmet Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:31 Tobi Amusan þurfti að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Nígeríska spretthlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi á lokadegi HM í frjálsíþróttum um helgina. Faðir hennar taldi þó að íþróttaiðkun hennar væri tímasóun og hún þurfti því oft að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira