Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 11:38 Talið er að rúmlega 130 þúsund farþegar muni finna fyrir aflýsingum meira en þúsund flugferða frá Frankfurt og München í dag og á morgun. AP/Michael Probst Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34